Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 28. október 2019 12:24
Brynjar Ingi Erluson
Eigandi Fiorentina gagnrýnir hegðun Ribery
Franck Ribery var skipt af velli og svo missti hann sig eftir leikinn
Franck Ribery var skipt af velli og svo missti hann sig eftir leikinn
Mynd: Getty Images
Rocco Commisso, eigandi Fiorentina á Ítalíu, gagnrýnir hegðun franska vængmannsins Franck Ribery eftir leik liðsins gegn Lazio í gær.

Ribery var skipt af velli í síðari hálfleik í 2-1 tapinu gegn Lazio í gær en eftir leikinn missti hann vitið og ýtti öðrum línuverðinum í tvígang.

Það er með öllu bannað að snerta dómara á Ítalíu en Ribery fékk að líta rauða spjaldið eftir leikinn og er útlit fyrir að hann verði dæmdur í langt bann.

Ribery var besti leikmaðurinn í Seríu A í september og því mikið högg fyrir liðið að missa hann.

„Ribery var svolítið stressaður og pirraður en þetta var rangt af honum að gera þetta þó svo hann hafði ástæðu til. Við þurfum að skoða næsta skref," sagði Commisso.

„Við höfum verið með VAR í Bandaríkjunum í mörg ár og það gerist ekkert umdeilt þar en þegar ég horfði á leikinn í gær þá sá ég að þetta væri ekki eins og í Bandaríkjunum," sagði hann ennfremur.

Ribery var reiður yfir dómgæslunni en Fiorentina-liðið vildi meina að brotið hafi verið á Riccardo Sottil í aðdragandanum að marki Ciro Immobile undir lokin.


Athugasemdir
banner
banner