banner
   mán 28. október 2019 19:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hildur á fullum launum frá Arnarskóla í París
Hildur í fyrri leiknum gegn PSG.
Hildur í fyrri leiknum gegn PSG.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnarskóli setti í dag inn færslu á Facebook-síðu sinni að Hildur Antonsdóttir, leikmaður Breiðabliks og starfsmaður hjá skólanum, verði á fullum launum á meðan ferð Breiðabliks til Parísar stendur.

Hildur er hluti af hópi Breiðabliks sem mætir PSG á útivelli í seinni leik 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar.

Arnarskóli skorar á alla vinnuveitendur stelpnanna í mestaraflokki Breiðabliks að borga þeim full laun á meðan förinni standi.

Leikur PSG og Breiðabliks fer fram klukkan 19:00 á íslenskum tíma á fimmtudagskvöldið. PSG sigraði fyrri leikinn, 0-4, á Kópavogsvelli.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner