Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 28. október 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Ian Wright um Xhaka: Hann ætti að biðjast afsökunar
Granit Xhaka gekk af velli og hraunaði yfir stuðningsmenn
Granit Xhaka gekk af velli og hraunaði yfir stuðningsmenn
Mynd: Getty Images
Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi sparkspekingur í Match of the Day á BBC, segir að Granit Xhaka ætti að biðjast afsökunar á hegðun sinni í 2-2 jafnteflinu gegn Crystal Palace.

Xhaka, sem er fyrirliði Arsenal, var skipt af velli í síðari hálfleik en hann gekk af velli og fékk að heyra það frá stuðningsmönnum félagsins.

Hann svaraði þeim fullum hálsi og sagði þeim að fara til fjandans áður en hann fór úr treyjunni. Wright var ekki ánægður með framkomu Xhaka og krefst þess að hann biðjist afsökunar.

„Mér finnst aldrei gaman að sjá stuðningsmenn baula á leikmenn en þetta er fyrirliðinn. Ég held að þeir hafi verið pirraðir því hann hljóp ekki af vellinum þegar honum var skipt af velli," sagði Wright.

„Hann er að pirra stuðningsmennina með þessu. Við erum að tala um stuðningsmenn sem hafa fylgst með honum í fjögur ár þar sem hann hann hefur átt marga góða leiki og hann kemur svona fram við stuðningsmennina"

„Hann ætti að biðjast afsökunar og það er rétt hugsun hjá fyrirliða og hann ætti í raun að vera löngu búinn að því. Arsenal valdi hann sem fyrirliða og svona hagar fyrirliði sér ekki,"
sagði hann ennfremur.


Athugasemdir
banner
banner
banner