Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 28. október 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Malmö í titilbaráttu þrátt fyrir að klikka á sex vítaspyrnum í röð
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Toppbaráttan í sænsku úrvalsdeildinni er sú mest spennandi í áraraðir en þegar tvær umferðir eru eftir geta fjögur lið landað meistaratitlinum.

Hammarby lagði Östersund 2-1 á útivelli í gær og er á toppnum en með leik meira en næstu þrjú lið. Djurgarden mætir Örebro í 9. sæti í kvöld klukkan 18:00 og á sama tíma leika Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö við Kolbein Sigþórsson og félaga í AIK í toppbaráttuslag.

Arnór Ingvi var í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardag en þar ræddi hann titilbaráttuna.

„Við vorum með þetta í okkar höndum þar til í síðustu umferð þegar við töpuðum gegn Hammarby úti. Þá leyfðum við hinum að vera með en þetta er langt frá því að vera búið," sagði Arnór Ingvi í þættinum.

Malmö hefur átt góð tímabil en liðið gæti verið með fleiri stig ef vítaspyrnur hefðu ekki farið í súginn.

„Við áttum að gera miklu betur í mörgum leikjum. Við klúðruðum sex vítum í röð í deildinni. Það er mesta rugl sem ég hef orðið vitni að," sagði Arnór í þættinum.

„Þetta voru sex víti í röð í mikilvægum leikjum. Mig minnir að þetta hafi verið fjögur víti í jafnteflisleikjum sem hefði þá endað með sigri."

Staðan þegar tvær umferðir eru eftir í Svíþjóð
1. Hammarby 62 stig (+34) - Með leik meira
2. Djurgarden 62 stig (+31)
3. Malmö 59 stig (+33)
4. AIK 59 stig (+24)

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Arnór í heild en þar ræðir hann titilbaráttuna, leikinn í kvöld, stórleik gegn FCK og Counter-strike.
Arnór Ingvi ræðir sturlaða toppbaráttu og Counter-strike
Athugasemdir
banner
banner
banner