Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 28. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
McTominay skoraði 2000. mark Man Utd
Scott McTominay skoraði 2000. mark Man Utd
Scott McTominay skoraði 2000. mark Man Utd
Mynd: Getty Images
Scott McTominay, leikmaður Manchester United á Englandi, skoraði sögulegt mark er hann kom liðinu yfir gegn Norwich City í gær en þetta var 2000. mark United í ensku úrvalsdeildinni.

Enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar í febrúar árið 1992 en síðan þá hefur United unnið deildina þrettán sinnum.

United hélt áfram að slá metin svo í gær er McTominay kom liðinu yfir í 3-1 sigrinum á Norwich.

Það var mark númer 2000 í ensku úrvalsdeildinni og er United eina liðið sem hefur náð þeim áfanga.

Mark Hughes skoraði fyrsta mark United í úrvalsdeildinni. Andy Cole gerði mark númer 500 og Cristiano Ronaldo mark númer 1000. Það var þá búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov sem skoraði 1500. markið.
Athugasemdir
banner
banner
banner