Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 28. október 2019 20:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Milos með Mjällby upp í Allsvenskan - Upp um tvær deildir á tveimur árum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mjällby 2 - 0 Syrianska

Mjällby tryggði sér í dag sæti í Allsvenskan með 2-0 heimasigri á Syrianska í næstsíðustu umferð sænsku Superettunnar.

Mjällby er sem stendur í toppsæti deildarinnar, með fimm stiga forskot á þriðja sætið og tveggja stiga forskot á Varbergs sem situr í öðru sætinu.

Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks í Pepsi-deildinni, tók við aðstoðarþjálfarastöðunni hjá C-deildarliði Mjällby haustið 2017.

Um mitt sumar 2018 tók hann við aðalþjálfarstöðunni og stýrði liðinu upp í Superettuna í fyrstu tilraun.

Milos staldraði ekki lengi með liðið í Superettunni en eins og fyrr segir tryggði liðið sig upp í Allsvenskan með sigrinum í dag. Frábær árangur Milosar með félagið.

Gísli Eyjólfsson var fyrri hluta sumars á láni hjá Mjällby frá Breiðabliki en sneri til baka til Breiðabliks um mitt sumar. Þá var Óttar Magnús Karlsson á mála hjá Mjällby en Víkingur R. keypti hann undir lok félagaskiptagluggans í sumar.

Nói Snæhólm Ólafsson var í vinstri bakverði Syrianska í kvöld. Nói lék allan leikinn. Syrianska er í botnsæti deildarinnar og þarf á kraftaverki að halda til að komast í umspilið til að halda sæti sínu í deildinni. Liðið þarf að sigra í lokaumferðinni og treysta á tap hjá Brommapojkarna og Osters.


Athugasemdir
banner
banner
banner