Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 28. október 2019 09:26
Magnús Már Einarsson
Missir Xhaka fyrirliðabandið hjá Arsenal?
Liðsfélagar heimsóttu hann
Xhaka rýkur inn í klefa í gær.
Xhaka rýkur inn í klefa í gær.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Aðalumræðuefnið eftir 2-2 jafntefli Arsenal og Crystal Palace snýst um Granit Xhaka fyrirliða Arsenal. Xhaka var tekinn af velli eftir klukkutíma leik og stuðningsmenn Arsenal bauluðu á hann.

Xhaka labbaði hægt af velli og espaði áhorfendur upp áður en hann sagði þeim að fokka sér. Hann reif sig síðan úr treyjunni og strunsaði inn í klefa.

Óstaðfestar sögusagnir segja að Xhaka hafi verið farinn heim af Emirates leikvanginum áður en leiknum lauk í gær.

Liðsfélagar Arsenal voru mjög svekktir yfir framkomu stuðningsmanna og Lucas Torreira var við það að fara að gráta á varamannabekknum þegar hann sá stuðningsmennina baula á Xhaka í gær.

Í gærkvöldi fóru þrír liðsfélagar Xhaka síðan í heimsókn til hans til að styðja við bakið á honum en The Athletic greinir frá þessu.

Xhaka var kosinn fyrirliði Arsenal fyrir tímabilið en hann er óvinsæll hjá stuðningsmönnum. Frammistaða Svisslendingsins hefur legið undir gagnrýni og hann gæti misst fyrirliðabandið eftir viðbrögð sín í gær.

Unai Emery, stjóri Arsenal, sagði eftir leikinn í gær að viðbrögð Xhaka hefðu verið röng og hann ku ætla að funda með leikmanninum í dag.

Emery var spurður að því á fréttamannafundi í gær hvort Xhaka haldi fyrirliðabandinu. „Þetta er ekki augnablikið til að ræða um það því fyrst vil ég ræða við hann og félagið. Við þurfum að vera rólegir en þetta var rangt af honum," sagði Emery.

Athugasemdir
banner
banner
banner