Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 28. október 2019 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Ron-Robert Zieler fékk rautt fyrir að kýla mann í punginn
Mynd: Getty Images
Ron-Robert Zieler var á árunum 2008-2010 á mála hjá Manchester United. Þá var Zieler varamarkvörður Leicester tímabilið 2016-17.

Markvörðurinn er í dag markvörður Hannover í 2. Bundesliga, næstefstu deild í Þýskalandi.

Zieler varð fyrir því óláni að fá rautt spjald í 3-3 jafntefli Hannover gegn Karlsruher um helgina. Karlsruhe hafði jafnað leikinn skömmu áður en Zieler fékk rauða spjaldið.

Zieler var kominn með gult spjald og fékk sitt annað gula spjald þegar hann reyndi að kýla í boltann en hitti í andstæðing sinn. Dómarinn gaf honum einungis seinna gula spjaldið en ekki beint rautt.


Athugasemdir
banner
banner