mán 28. október 2019 15:37
Magnús Már Einarsson
Ribery biðst afsökunar á að hafa hrint aðstoðardómara
Mynd: Getty Images
Franck Ribery, leikmaður Fiorentina, hefur beðist afsökunar á að hafa hrint aðstoðardómaranum Matteo Passeri eftir 2-1 tap geng Lazio í Serie A í gær.

Hinn 36 ára gamli Ribery missti stjórn á sér í leikslok en hann var mjög ósáttur við sigurmark Lazio líkt og aðrir leikmenn Fiorentina.

Fiorentina vildi fá aukaspynru í aðdragandanum á markinu og leikmenn liðsins voru ósáttir við að dómari leiksins hafi ekki notað VAR til að hjálpa sér.

Ribery hrinti aðstoðardómaranum í látum eftir leik og á von á leikbanni fyrir vikið en hann fékk að líta rauða spjaldið.

„Ég bið liðsfélaga mína, þjálfara og stuðningsmenn afsökunar. Ég bið líka herra Passeri afsökunar því ég var mjög reiður í leikslok og ég vona að hann geti skilið hvernig skapi ég var í," sagði Ribery á Twitter í dag.

Athugasemdir
banner
banner
banner