Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 28. október 2019 23:30
Aksentije Milisic
Stoichkov hringdi í Sterling og bað hann afsökunar
Sagður hafa brostið í grát
Stoichkov á góðri stundu.
Stoichkov á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Úr leiknum margumtalaða.
Úr leiknum margumtalaða.
Mynd: Getty Images
Hristo Stoichkov, besti leikmaður í sögu Búlgaríu, er sagður hafa hringt í Raheem Sterling, leikmann enska landsliðsins, til þess að biðja hann afsökunar á kynþáttaníð sem Sterling og fleiri leikmenn liðsins urðu fyrir í Búlgaríu á dögunum.

Leiknum lauk með 0-6 sigri Englands þar sem Sterling skoraði tvö mörk. Stöðva þurfti leikinn í tvígang í fyrri hálfleik vegna kynþáttafordóma hjá stuðningsmönnum búlgarska liðsins.

Stoichkov brast í grát þegar hann talaði við Sterling og bað hann afsökunar, samkvæmt heimildum frá Sky. Talið er að símtalið hafi verið skipulagt af Txiki Bergiristan, sem er fyrrverandi liðsfélagi Stoichkov og núverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá Man.City.

Í kjölfarið á þessum atburðum í Sofiu hafa forseti búlgarska knattspyrnusambandsins, Borislav Mihaylov, og þjálfari liðsins, Krasimir Balakov, báðir sagt af sér.

Sjá einnig:
Stoichkov brast í grát þegar hann ræddi fordómana
Athugasemdir
banner
banner
banner