Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 28. október 2019 14:34
Magnús Már Einarsson
Telma Hjaltalín framlengir við Stjörnuna - Styttist í endurkomu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Telma Hjaltalín Þrastardóttir hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna út tímabilið 2021.

Hin 23 ára gamla Telma sleit krossband í þriðja skipti á ferlinum undir lok sumars 2018.

„Hún hefur að undanförnu verið að jafna sig eftir meiðsli en endurhæfingin hefur gengið vel og stefnir í að hún verði komin inn á völlinn innan skamms," segir í yfirlýsingu frá Stjörnunni.

Telma hefur skorað tíu mörk í þrettán leikjum með Stjörnunni en hún lék áður með Aftureldingu, Val og Breiðabliki.

Telma hefur skorað 52 mörk í 88 leikjum í efstu deild á ferlinum en hún hafði verið valin í A-landsliðið í fyrsta skipti áður en hún sleit krossband árið 2018.
Athugasemdir
banner
banner