Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 28. október 2019 17:15
Fótbolti.net
Vítaspyrnukrísa hjá Man Utd - Skelfileg nýting á tímabilinu
Marcus Rashford klikkar á punktinum í gær.
Marcus Rashford klikkar á punktinum í gær.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Manchester United hafa verið í vandræðum með að skora af vítapunktinum á þessu tímabili. United hefur fengið sex vítaspyrnur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en einungis tvær þeirra hafa endað með marki.

Í gær klikkuðu bæði Marcus Rashford og Anthony Martial á vítapunktinum gegn Norwich en Tim Krul varði frá þeim báðum.

„Frá því í síðasta tímabili eru þetta 10-15 sem þeir eru búnir að fá og það er miklu meira en árin á undan. Þetta er undir 50% nýting sem er einfaldlega ekki boðlegt ," sagði Jóhann Skúli Jónsson stuðningsmaður Manchester United, í Evrópuinnkastinu á Fótbolta.net í dag.

„Manchester United hefur ekki átt góða vítaskyttu síðan United var seldur. Rooney var í kringum 70% nýtingu en á undan því voru Ronaldo og Nistelrooy með í kringum 80%. Þetta er búið að vera basl í tíu ár."

Vítaspyrnur Manchester United á tímabilinu
Marcus Rashford gegn Chelsea - Mark
Paul Pogba gegn Wolves - EKKI mark
Marcus Rashford gegn Crystal Palace - EKKI mark
Marcus Rashford gegn Leicester - Mark
Marcus Rashford gegn Wolves - EKKI mark
Anthony Martial gegn Wolves - EKKI mark
Innkastið - Furðuleg hegðun fyrirliða og vítavesen
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner