Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 28. október 2019 13:15
Brynjar Ingi Erluson
Wanda IcardI: Mauro hefði getað farið til Milan
Wanda og Mauro Icardi
Wanda og Mauro Icardi
Mynd: Getty Images
Wanda Icardi, umboðsmaður og eiginkona Mauro Icardi, sem spilar með Paris Saint-Germain í Frakklandi á láni frá Inter, segir að hann hefði getað farið til AC Milan í sumar.

Icardi var lánaður til PSG í sumar frá Inter en franska félagið á möguleika á að kaupa hann fyrir 70 milljónir evra.

Hann hefur gert 7 mörk í 7 leikjum með PSG en hann skoraði meðal annars tvö mörk er liðið vann 4-0 sigur á erkifjendum þeirra í Marseille í gær.

Það var í raun óhjákvæmilegt fyrir Icardi að vera áfram hjá Inter en hann var sviptur fyrirliðabandinu hjá félaginu í febrúar eftir að Wanda gagnrýndi stjórn Inter og leikmenn félagsins, en hann ákvað að fara í verkfall og spilaði ekki aftur fyrr en í apríl

Wanda útskýrði í viðtali að Mauro hefði getað samið við AC Milan í sumar.

„Við gátum farið með Mauro til Milan. Það hefði verið mun þægilegri kostur að vera áfram í Milan en að hann fór til PSG er sennilega besa ákvörðun hans á ferlinum. Það var erfitt fyrir mig að fara til Frakklands og börnin eru þar núna en þetta var best fyrir Mauro," sagði Wanda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner