Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 28. október 2020 09:51
Magnús Már Einarsson
Ungur miðvörður í byrjunarliði Liverpool á laugardag?
Rhys Williams í baráttunni við íslenska landsliðsmanninn Mikael Neville Anderson í leiknum í gær.  Byrjar hann gegn West Ham á laugardaginn?
Rhys Williams í baráttunni við íslenska landsliðsmanninn Mikael Neville Anderson í leiknum í gær. Byrjar hann gegn West Ham á laugardaginn?
Mynd: Getty Images
Liverpool varð fyrir áfalli í sigrinum á Midjtylland í gær þegar Fabinho fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Virgil van Dijk spilar mögulega ekki meira á þessu tímabili og miðvörðurinn Joel Matip er einnig á meiðslalistanum. Dejan Lovren var seldur til Zenit St Pétursborgar í sumar.

Fabinho hefur því byrjað í hjarta varnarinnar í síðustu tveimur leikjum en nú er útlit fyrir að hann missi einnig af næstu leikjum.

Hinn 19 ára gamli Rhys Williams tók stöðu Fabinho í gær og hann gæti nú fengið tækifæri í byrjunarliðinu gegn West Ham á laugardaginn. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að erfitt sé að segja hvort Matip eða Fabinho nái þeim leik.

„Ef þetta væri einn leikur, síðasti leikur tímabilsins, þá gætum við kannski látið annan þeirra verða klár í einn leik en síðan spilum við aftur þremur dögum síðar og svo aftur þremur dögum eftir það og þá þurfum við líka leikmenn," sagði Klopp.

Auk Williams koma hinn 17 ára gamli Billy Koumetio og hinn 23 ára gamli Nathaniel Phillips til greina í hjarta varnarinnar í næstu leikjum.

Næstu leikir Liverpol
Laugardagur - West Ham
Þriðjudagur - Atalanta
Sunnudagur 7. nóv - Manchester City

Sjá einnig:
Miðverðirnir ungu sem gætu fengið tækifæri hjá Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner