Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 28. nóvember 2019 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Íslendingavaktin 
Danmörk: Kjartan í sögubækurnar hjá Vejle eftir sigur á Viborg
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Kjartan Henry Finnbogason var á skotskónum fyrir Vejle í 3-4 sigri á Viborg í dönsku B-deildinni í kvöld.

Ingvar Jónsson var í markinu hjá Viborg, en Kjartan skoraði fram hjá honum á 65. mínútu.

Viborg náði 2-0 forystu í leiknum eftir aðeins sjö mínútur, en Vejle náði að vinna sig aftur inn í leikinn. Vejle minnkaði muninn á 29. mínútu og jafnaði sex mínútum síðar. Staðan í hálfleik var 2-2; stórskemmtilegur leikur.

Viborg komst í 3-2 á 62. mínútu, en Vejle jafnaði aftur þremur mínútum síðar. Kjartan Henry með markið.

Á 79. mínútu skoraði Diego Montiel sigurmark Vejle, lokatölur 3-4.

Það er komið vetrarfrí í dönsku B-deildinni og er Vejle á toppnum með 38 stig. Vejle féll úr dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Kjartan Henry er markahæsti leikmaður dönsku B-deildarinnar með 14 mörk í 17 leikjum. Íslendingavaktin segir frá því að Kjartan hafi í kvöld skráð sig í sögubækurnar hjá félaginu. Hann jafnaði markametið yfir flest mörk á einu almanaksári, 18 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner