Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. nóvember 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emery skýtur á stuðningsmenn - Vonast eftir stuðningi við Xhaka
Emery
Emery
Mynd: Getty Images
Xhaka
Xhaka
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Arsenal, var í gær á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Eintracht Frankfurt í Evrópudeildinni í kvöld.

Sjá einnig:
Emery: Þetta er gott starf en mjög erfitt

Þar skýtur Emery á stuðningsmenn og biður um betri stuðningi við liðið á heimavelli liðsins.

„Við vitum að stuðningsmenn okkar urðu fyrir vonbrigðum með jafnteflið gegn Southampton en við fáum fullkomið tækifæri til að tengjast okkar stuðningsfólki aftur. Okkar ósk er að allir stuðningsmenn hjálpi liðinu á morgun, við þurfum á þeim að halda," sagði Emery.

„Trú leikmannanna á verkefninu fer oft eftir stemningunni á vellinum. Lið eru ekki eins hrædd að koma hingað og verið hefur, það er það fyrsta sem við þurfum að breyta."

Þá kom Emery inn á endurkomu Granit Xhaka sem hefur ekki leikið með liðinu frá uppákomunni gegn Crystal Palace undir lok október mánaðar.

„Hann er í hópnum og gæti spilað. Ég vonast eftir að stuðningsmenn styðji við bakið á honum. Endurkoma hans mun vera mikilvæg fyrir okkur," sagði Emery að lokum.

Leikurinn gegn Frankfurt hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Athugasemdir
banner
banner
banner