Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 28. nóvember 2019 08:00
Magnús Már Einarsson
Ensk stórlið berjast um Kai Havertz
Powerade
Kai Havertz er eftirsóttur.
Kai Havertz er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt það helsta í kjaftasögunum. Njótið!



Jan Vertonghen (32) vill ræða um nýjan samning við Tottenham eftir að Jose Mourinho tók við liðinu. (Sky Sports)

Mourinho vonast sjálfur eftir að ganga frá nýjum samningi við varnarmanninn Toby Alderweireld. (Football.London)

Alderweireld telur sig heppinn að fá að vinna undir stjórn Mourinho. (Talksport)

Lucas Moura (27) kantmaður Tottenham er ánægður með að spila núna í sinni uppáhaldsstöðu á kantinum en ekki í fremstu víglínu. (Times)

David Beckham ætlar að fá Patrick Vieira sem fyrsta þjálfarann hjá nýja félaginu sínu Inter Miami. Liðið hefur leik í MLS deildinni á næsta ári. (Telegraph)

Jadon Sancho (19), kantmaður Dortmund, vill frekar fara til Real Madrid eða Barcelona heldur en Manchester United eða Liverpool. (Star)

West Ham gæti ráðið David Moyes aftur til starfa ef Manuel Pellegrini verður rekinn. (London Evening Standard)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er skuldbundinn félaginu og ekki á förum að sögn formannsins Khaldoon Al Mubarak. (Goal.com)

Umboðsmaður tyrkneska varnarmannsins Caglar Soyncu (23) hefur blásið á sögusagnir þess efnis að hann gæti farið frá Leicester til Arsenal, Manchester City eða Galatasaray. (Leicester Mercury)

Manchester United, Liverpool, Chelsea og Manchester City eru á meðal félaga sem hafa haft samband við umboðsmann miðjumannsins Kai Havertz (20) hjá Bayer Leverkusen. (Bild)

Jermain Defoe (37) er tilbúinn að taka á sig launalækkun til að ganga alfarið í raðir Rangers í Skotlandi. Defoe er í láni hjá Rangers frá Bournemouth. (Football Insider)

Miguel Ange Gomez, yfirmaður íþróttamála hjá Real Valladolid, hefur viðurkennt að varnarmaðurinn Mohammed Salisu (20) sé með 10,2 milljóna punda riftunarverð í samningi í sínum. Salisu hefur verið orðaður við Manchester United og Everton. (Sport Witness)

Samuel Umtiti (26) varnarmaður Barcelona, vill ljúka ferli sínum á Nou Camp en hann gæti neyðst til að leita annað til að fá spiltíma. (Sport)

Manchester United ætlar ekki að fá nýjan vinstri bakvörð eftir sterka innkomu Brandon Williams (19) í liðið. (Times)

Umboðsmaður Rafael Santos Borre, framherja River Plate, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að Everton hafi boðið í leikmanninn. (Sport Witness)

Leeds ætlar að reyna að fá mann í stað Eddie Nketiah (20) ef Arsenal kallar hann til baka úr láni í janúar. (Mirror)

Nýtt glæsilegt æfingasvæði Leicester verður opnað næsta sumar þrátt fyrir að slæmt veður hafi sett stórt strik í reikninginn. (Leicester Mercury)
Athugasemdir
banner
banner