Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 28. nóvember 2019 18:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar Nielsen framlengir samning sinn við FH
Gunnar Nielsen.
Gunnar Nielsen.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Nielsen hefur framlengt samning sinn við FH.

Hann skrifaði í dag undir samning við Fimleikafélagið sem gildir út 2021.

Þetta kemur nokkuð á óvart. Hinn 33 ára gamli Gunnar hefur spilað með FH undanfarin fjögur ár en samningur hans rann út í síðasta mánuði. Gunnar handleggsbrotnaði síðastliðið vor og náði ekki að vinna stöðuna aftur af Daða Frey Arnarsyni.

„Það hafa nokkur lið heyrt í mér. Mér finnst gaman í FH og FH er flottur klúbbur. Ég er alveg til í að taka samkeppni við Daða en næsta skref er mikilvægt hjá mér," sagði Gunnar við Fótbolta.net fyrr í mánuðinum.

Gunnar spilaði með Stjörnunni árið 2015 áður en hann gekk í raðir FH. Hann kann vel við sig á Íslandi og verður hér áfram.

FH hafnaði í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð. Gunnar spilaði þrjá af deildarleikjum FH.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner