Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. nóvember 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hazard verður að öllum líkindum klár í El Clasico
Mynd: Getty Images
Mynd úr El Clasico fyrr á árinu.
Mynd úr El Clasico fyrr á árinu.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, haltraði af velli í seinni hálfleik gegn PSG í Meistaradeildinni.

Í fyrstu var óttast að Hazard yrði fjarverandi út þetta ár en fréttir frá Spáni vilja meina að meiðslin séu ekki alvarleg.

Hazard fór á velli eftir tæklingu frá landa sínum, Thomas Meunier. Zinedine Zidane, stjóri Real, sagði eftir leikinn í gær að Hazard finndi til og talaði um snúinn ökkla.

Ökkla meiðsli hafa hrjáð Mo Salah, leikmann Liverpool, undanfarið og því höfðu Madridingar áhyggjur af því að Hazard væri að fara í gegnum svipaða tíma, þar sem Salah hefur lítið æft með liðinu en þó spilað langflesta leiki.

„Eftir prófanir sjúkraliðsins á Hazard þá hefur komið í ljós að leikmaðurinn er einungis marinn á hægri fæti," segir á heimasíðu Real Madrid.

Real Madrid mætir Barcelona í El Clasico þann 18. desember. Liðin eru jöfn að stigum á þessum tímapunkti og allar líkur eru á því að Hazard verði orðinn klár allavega viku fyrir þann leik.
Athugasemdir
banner
banner