fim 28. nóvember 2019 09:20
Magnús Már Einarsson
Heimslistinn: Ísland upp um eitt sæti - Hátt fall hjá Rúmeníu
Icelandair
Ísland vann Moldóva og gerði jafntefli við Tyrki í þessum mánuði.
Ísland vann Moldóva og gerði jafntefli við Tyrki í þessum mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hoppar upp um eitt sæti á nýjum heimslista FIFA sem var tilkynntur í dag. Ísland er í 39. sæti eftir sigurinn á Moldóvum og jafnteflið gegn Tyrkjum á dögunum.

Rúmenar, andstæðingar Íslands í undanúrslitum umspili um sæti á EM, eru í 37. sæti. Rúmenar féllu niður um átta sæti á listanum eftir töp gegn Svíþjóð og Spáni.

Ungverjaland er í 52. sæti og Búlgaría er í 59. sæti en sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir sigurvegaranum úr leik Íslands og Rúmeníu í úrslitaleik um sæti á EM.

Heimslistinn
1. Belgía
2. Frakkland
3. Brasilía
4. England
5. Úrúgvæ
6. Króatía
7. Portúgal
8. Spánn
9. Argentína
10. Kolumbía
11. Mexíkó
12. Sviss
13. Ítalía
14. Holland
15. Þýskaland
16. Danmörk
17. Síle
18. Svíþjóð
19. Pólland
20. Senegal
21. Perú
22. Bandaríkin
23. Wales
24. Úkraína
25. Venesúela
26. Austurríki
27. Túnis
28. Japan
29. Tyrkland
30. Serbía
31. Nígería
32. Slóvakía
33. Íran
34. Írland
35. Alsír
36. Norður-Írland
37. Rúmenía
38. Rússland
39. Ísland
40. Paragvæ
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner