Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. nóvember 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Liverpool hefur ekki haldið hreinu á Anfield á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir gott forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þá hefur Liverpool ekki ennþá náð að halda hreinu á heimavelli á þessu tímabili.

Liverpool hefur spilað samtals tíu leiki á Anfield í öllum keppnum á þessu tímabili og ekki tapað neinum þeirra. Hins vegar hafa andstæðingar Liverpool náð að skora í öllum þessum leikjum.

Samtals hefur Liverpool einungis haldið þrívegis hreinu í 22 leikjum á tímabilinu, síðast gegn Sheffield United í september. Síðan þá hefur liðið spilað ellefu leiki í röð án þess að halda hreinu.

Hinir leikirnir sem Liverpool hélt hreinu í á þessu tímabili voru gegn Burnley á útivelli í ensku úrvalsdeildinni og gegn MK Dons á útivelli í enska deildabikarnum.

Brasilíski markvörðurinn Alisson missti af byrjun tímabils vegna meiðsla en hann hefur staðið vaktina í markinu undanfarnar vikur. Alisson hélt 27 sinnum hreinu á síðasta tímabili en hann á ennþá eftir að halda hreinu í leik í vetur.

Liverpool fær Brighton í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á laugardag og freistar þess þar að ná að halda í fyrsta skipti hreinu á heimavelli á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner