Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 28. nóvember 2019 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man City hefur viðræður við Sterling um framlengingu á samningi
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling hefur verið á mála hjá Manchester City í um fjögur og hálft ár. Hann gekk í raðir félagsins frá Liverpool árið 2015.

Hann hefur leikið 210 leiki fyrir þá bláu og skorað í þeim 83 mörk og lagt upp 70. Hann var frábær á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að verða Englands- bikar- og deildabikarmeistari. Sterling skoraði alls 25 mörk og lagði upp 18 í 51 leik á síðustu leiktíð.

Núgildandi samningur hans rennur út í júlí árið 2023. City ætlar ekkert að falla á tíma og hefur nú þegar hafið viðræður við Sterling um framlengingu á samningnum.

Samkvæmt frétt frá Standard þá er búist við því að Sterling verði launahæstur í liðinu ef hann skrifar undir nýja samninginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner