Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. nóvember 2019 09:39
Magnús Már Einarsson
Nuno líklegur til Arsenal ef Emery verður rekinn
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, þykir líklegur til að taka við Arsenal ef félagið ákveður að reka Unai Emery.

Mjög heitt er undir Emery þessa dagana eftir sex leiki í röð án sigurs.

BBC segir að Nuno sé mjög líklegur til að taka við ef Emery verður rekinn og Wolves gefur honum grænt ljós á að ræða við Arsenal.

Nuno vildi sjálfur ekki ræða málið á fréttamannafundi í gær en Wolves mætir Braga í Evrópudeildinni í kvöld.

„Ég myndi aldrei ræða eitthvað sem er ekki til staðar í raunveruleikanum. Að tala um starf sem annar stjóri er í væri vanvirðing og ég geri það ekki," sagði Nuno í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner