Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 28. nóvember 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Pellegrini ekki af baki dottinn - Ætlar í Evrópukeppni
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, telur að liðið geti ennþá náð Evrópusæti á þessu tímabili þrátt fyrir dapurt gengi að undanförnu.

Pellegrini er valtur í sessi en West Ham hefur ekki unnið í átta leikjum í röð í öllum keppnum og er í dag í 17. sæti í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég kom hingað til að taka skref hjá þessu félagi og reyna að berjast um Evrópusæti. Þetta er hugarfarið hjá mér og við höldum áfram með þetta hugarfar," sagði Pellegrini.

„Auðvitað höfum við átt mjög góð augnablik á þessu tímabili. Við enduðum tímabilið síðast mjög vel með tíu stig af tólf mögulegum og við byrjuðum þetta tímabil mjög vel. Við erum því alltaf bjartsýnir á að geta bætt okkur."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner