Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. nóvember 2019 10:08
Brynjar Ingi Erluson
Þórir Guðjóns á leið í Fram
Þórir Guðjónsson er á leið aftur í Fram
Þórir Guðjónsson er á leið aftur í Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnufélagið Fram er stórhuga fyrir komandi leiktíð í Inkasso-deildinni en sóknarmaðurinn Þórir Guðjónsson er á leið til félagsins samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net.

Þórir er uppalinn í Fram en samdi við Val sumarið 2009. Hann hefur spilað fyrir Val, Leikni R, Fjölni og nú síðast Breiðablik en er nú á heimleið.

Þórir á 172 leiki og 47 mörk að baki í deild- og bikar með þessum félögum.

Hann hefur verið í viðræðum við Fram síðustu daga og má búast við því að hann verði þriðji leikmaðurinn sem kemur til félagsins fyrir tímabilið á eftir Alexander Má Þorlákssyni sem kom frá KF á dögunum og Ólafi Íshólm Ólafssyni sem kom frá Breiðabliki.

Fram hafnaði í 7. sæti Inkasso-deildarinnar á síðasta tímabili með 33 stig.
Athugasemdir
banner
banner