Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. nóvember 2019 22:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger fór aldrei í gegnum sjö leiki í röð án sigurs
Unai Emery.
Unai Emery.
Mynd: Getty Images
Arsenal tapaði í kvöld gegn Eintracht Frankfurt á heimavelli í Evrópudeildinni, 2-1. Það er sjöundi leikurinn í röð sem Arsenal tekst ekki að vinna.

Síðustu sjö leikir Arsenal:
Arsenal 2 - 2 Crystal Palace
Liverpool 5 - 5 Arsenal (tap í vítakeppni)
Arsenal 1 - 1 Wolves
Vitoria Guimaraes 1 - 1 Arsenal
Leicester 2 - 0 Arsenal
Arsenal 2 - 2 Southampton
Arsenal 1 - 2 Eintracht Frankfurt

Tölfræðisnillingarnir á Opta segja frá því í kvöld að þetta sé í fyrsta sinn frá 1992 að Arsenal fari í gegnum sjö keppnisleiki í röð án þessa að vinna. Arsene Wenger stýrði Arsenal í 1235 leikjum, en hann fór aldrei í gegnum sjö leiki í röð án sigurs hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner