Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. desember 2017 21:43
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: sportpress.is 
Aron og Gylfi ekki langt frá Ólafíu - Heimir langefstur
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Eins og áður hefur komið fram er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, Íþróttamaður ársins 2017.

Búið er að gefa út hversu mörg stig einstaklingarnir fengu og er ljóst að Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru ansi nálægt toppnum.

Ólafía er sjötta konan til að verða Íþróttamaður ársins og fyrsti kylfingurinn í 62 ára sögu verðlaunanna.

Hún fékk 422 stig af 540 mögulegum. Aron Einar hlaut 379 stig, Gylfi Þór 344 og í fjórða sæti var frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir, með 172 stig.

A-landslið karla í knattspyrnu var lið ársins og Heimir Hallgrímsson þjálfari ársins með miklum stigamun.

Íþróttamaður ársins
1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf – 422 stig
2. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna – 379
3. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna – 344
4. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir – 172
5. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna – 125
6. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – 94
7. Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrna – 88
8. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund – 76
9. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf – 72
10. Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra – 47
11. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsar – 41
12. Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar – 37
13. Alfreð Finnbogason, knattspyrna – 18
14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf – 17
15. Martin Hermannsson, körfubolti – 16
16. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar – 15
17. Þuríður Erla Helgadóttir, lyftingar – 4
18. Snorri Einarsson, skíðaganga – 2
19. Hannes Þór Halldórsson, knattspyrna – 1
20. Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrna – 1

Lið ársins
1. A-landslið karla, knattspyrna – 135 stig
2. Þór/KA, knattspyrna – 27
3. Valur, handbolti – 22
4. Stjarnan, hópfimleikar – 18
5. A-landslið kvenna, knattspyrna – 14
6. Keflavík, körfubolti – 13
7. Valur, knattspyrna – 8
8. KR, körfubolti – 6

Þjálfari ársins
1. Heimir Hallgrímsson, knattspyrna – 135 stig
2. Þórir Hergeirsson, handbolti – 63
3. Elísabet Gunnarsdóttir, knattspyrna 12
4. Vésteinn Hafsteinsson, frjálsíþróttir – 9
5. Freyr Alexandersson, knattspyrna – 5
6. Finnur Freyr Stefánsson, körfubolti – 4
– Halldór Jón Sigurðsson, knattspyrna – 4
8. Dagur Sigurðsson, handbolti – 3
9. Ólafur Jóhannsson, knattspyrna – 2
– Óskar Bjarni Óskarsson, knattspyrna – 2
– Sverrir Þór Sverrisson, körfubolti – 2
12. Guðmundur Guðmundsson handbolti – 1
-. Kristján Andrésson, handbolti – 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner