Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 28. desember 2017 07:00
Elvar Geir Magnússon
Bolasie: Meiðslin ógnuðu ferlinum en mér líður ótrúlega
Bolasie er í skýjunum með að vera mættur aftur.
Bolasie er í skýjunum með að vera mættur aftur.
Mynd: Getty Images
Yannick Bolasie, vængmaður Everton, viðurkennir að hnémeiðsli sín hafi sett ferilinn í hættu. Hann kostaði Everton 20 milljónir punda en byrjaði sinn fyrsta leik í heilt ár þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn West Brom á öðrum degi jóla.

Í desember á síðasta ári varð hann fyrir martraðameiðslum þegar hann hafði aðeins spilað sextán leiki fyrir Everton eftir að hafa komið frá Crystal Palace. Hann lenti í samstuði við Anthony Martial, leikmann Manchester United, og þurfti að gangast undir tvær hnéaðgerðir í kjölfarið.

„Þetta hefur verið löng og erfið bið. Ég vildi ekki koma aftur en vera ekki sami leikmaður, bara hafa nafnið aftan á treyjunni. En núna finnst mér eins og ég geti orðið enn betri en ég var," segir Bolasie.

„Mér líður ótrúlega og ég vona að ég geti sýnt mönnum hér hvað ég get nákvæmlega. Ég hef ekki viljað tala mikið um meiðslin en þau settu feril minn í hættu."

„Ég vil þakka fjölskyldu minni, liðsfélögum, starfsliðinu og mínum persónulega sjúkraþjálfara, Rayan Wilson, fyrir að vera kominn í þetta stand. Það komu tímar þar sem ég vissi ekki hvort endinn á veginn kæmi eða hvenær ég færi aftur að æfa. Það er erfitt."

Everton er ósigrað í átta leikjum og Bolasie fer fögrum orðum um Stóra Sam Allardyce.

„Hann hefur verið frábær. Hann hefur lagt áherslu á að laga vörnina en nú er ég viss um að hann muni bæta sóknarleikinn líka," segir Bolasie.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner