fim 28. desember 2017 06:00
Elvar Geir Magnússon
Candreva: Andrúmsloftið þungt hjá Inter
Candreva verður hér undir í baráttu við Ricardo Rodriguez í leiknum í gær.
Candreva verður hér undir í baráttu við Ricardo Rodriguez í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Antonio Candreva, leikmaður Inter, segir að andrúmsloftið hjá félaginu sé þungt eftir þrjá tapleiki í röð.

Í deildinni hefur Inter fallið úr toppsætinu og niður í það þriðja og í bikarnum féll liðið úr leik með tapi gegn AC Milan í gær.

„Það særir okkur að hafa ekki komist í undanúrslitin. Við fengum til að skora og með smá heppni hefðum við komist yfir í leiknum," segir Candreva.

„Heppnin er ekki með okkur og erfitt hefur verið að kyngja síðustu tapleikjum. Næsti leikur er gegn Lazio um helgina og sá leikur gæti haft mikið að segja um tímabilið hjá okkur."

„Mórallinn er slakur sem stendur en við verðum strax að fara á beinu brautina og vera ein heild."

Luciano Spalletti, þjálfari Inter, sagði eftir leikinn að leikmenn gætu ekki búist við því að aðrir myndu koma þeim úr vandræðunum.

„Við höfum tapað sjálfstrausti en menn verða að gera sér grein fyrir því hvað þarf að leggja á sig til að laga stöðuna. Gæðin eru til staðar en það eru vandamál í hugsunarhættinum," sagði Spalletti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner