fim 28. desember 2017 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher: Vandræðalegt að leggja rútunni á heimavelli
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher líst ekki vel á þróun enska boltans. Hann telur gæðabil milli bestu og verstu liða deildarinnar vera orðið alltof mikið og það komi niður á gæðunum.

Carragher segist sérstaklega ósáttur með að horfa uppá lið leggja rútunni og verjast í 90 mínútur á eigin heimavelli.

„Úrvalsdeildin er að verða að brandara. Bilið milli bestu og verstu liðanna er of mikið. Það er vandræðalegt að horfa á lið mæta til leiks án þess að reyna að vinna," sagði Carragher á Sky Sports.

„Það er vandræðalegt að sjá lið leggja rútunni á heimavelli. Það er eins og lið séu að reyna að tapa bara eitt eða tvö núll.

„Þetta getur ekki verið góð þróun. Úrvalsdeildin er þekkt fyrir að vera deild þar sem hver sem er getur unnið hvern sem er, en það virðist vera að breytast. Mun fólk halda áfram að horfa á úrvalsdeildina þegar annað liðið liggur bara í vörn allan leikinn?"

Athugasemdir
banner
banner
banner