Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. desember 2017 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
George Weah forseti Líberíu
Mynd: Getty Images
George Weah er nýr forseti Líberíu. Búið er að telja rúmlega 98% kjörseðla og er Weah með gífurlegt forskot, eða 61,5% atkvæða.

Joseph Boakai, sem hefur verið aðstoðarforseti í ellefu ár, fékk restina af atkvæðunum.

Weah er 51 árs gamall og tekur við af Ellen Johnson Sirleaf, fyrsta kvenkyns forseta Afríku.

Weah tapaði kosningabaráttunni gegn Sirleaf árið 2005, en hefur síðan þá menntað sig og unnið inn aukna virðingu meðal almennings.

Weeah var besti knattspyrnumaður heims 1995 og átti glæstan feril með Mónakó, PSG og AC Milan á tíunda áratugnum.
Athugasemdir
banner