Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 28. desember 2017 06:00
Elvar Geir Magnússon
Gleðitár frá eldri bróður Donnarumma
Donnarumma faðmar Leonardo Bonucci eftir sigurinn í gær.
Donnarumma faðmar Leonardo Bonucci eftir sigurinn í gær.
Mynd: Getty Images
Antonio Donnarumma, 27 ára bróðir Gianluigi Donnarumma, lék óvænt í marki AC Milan í gær þegar liðið vann 1-0 sigur gegn erkifjendunum í Inter í ítalska bikarnum.

Litli bróðir var meiddur og átti Antonio að vera á bekknum. Honum var hinsvegar kastað í byrjunarliðið þegar Marco Storari meiddist í upphitun og óhætt er að segja að hann hafi átt mjög góðan leik.

Þetta var fyrsti keppnisleikur Antonio Donnarumma fyrir AC Milan og hann var með gleðitár á kvarmi þegar hann veitti viðtöl eftir sigurinn.

„Ég æfi alltaf vel og vinn mína vinnu án þess að segja mikið. Ég hefði ekki getað beðið um betri frumraun fyrir félagið. Þetta var draumur," sagði Antonio.

„Við vorum alvöru lið í kvöld og við þurfum að sýna sama hugarfar gegn Fiorentina í deildinni á laugardaginn. Það er bæting á frammistöðunni og vonandi fara úrslitin að koma með líka."

Antonio Donnarumma kom upp í gegnum akademíu AC Milan en á aðeins einn leik í ítölsku A-deildinni á ferilskránni, það var með Genoa tímabilið 2012-13. Á síðasta tímabili var hann með Asteras Tripolis í Grikklandi.

Hörðustu stuðningsmenn AC Milan gagnrýndu það þegar hann var fenginn aftur til félagsins og sögðu að það hefði bara verið gert til að halda litla bróður hans ánægðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner