Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 28. desember 2017 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Heimir Hallgrímsson þjálfari ársins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins 2017. Heimir kom íslenska landsliðinu á HM í fyrsta sinn.

Heimir varð fimmtugur í júní og hefur hann þjálfað landsliðið í rúmlega sex ár.

Heimir stendur vel að verðlaununum og kemur ákvörðunin ekki mörgum á óvart. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í Svíþjóð, var einnig tilnefnd til verðlaunanna.

Heimir stýrði ÍBV áður en hann tók til starfa sem aðstoðarþjálfari landsliðsins 2011.

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kjörin Íþróttamaður ársins 2017. Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson voru meðal þriggja efstu í kjörinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner