fim 28. desember 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Ísland í efsta sæti á háttvísislista UEFA
Á listanum eru bæði leikir landsliða og félagsliða.
Á listanum eru bæði leikir landsliða og félagsliða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er í fyrsta sæti á háttvísislista UEFA sem hefur nú verið birtur. Listinn tekur til leiki á vegum UEFA frá 1. júlí 2016 til 30. júní 2017, bæði leiki félags- og landsliða.

Lágmark leikja til að komast á listann eru 35 leikir.

Hér að neðan má sjá topp tíu á listanum.

Háttvísislisti UEFA
1. Ísland 8,51 í einkunn í 42 leikjum
2. Holland 8,47 í einkunn í 115 leikjum
3. Pólland 8,462 í einkunn í 72 leikjum
4. Noregur 8,451 í einkunn í 76 leikjum
5. Finnland 8438 í einkunn í 55 leikjum
6. Eistland 8,437 í einkunn í 44 leikjum
7. England 8,409 í 148 leikjum
8. Lettland 8,403 í 52 leikjum
9. Hvíta-Rússland 8,391 í 60 leikjum
10. Svíþjóð 8,371 í 71 leik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner