Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 28. desember 2017 06:00
Elvar Geir Magnússon
Íþróttamaður ársins útnefndur í kvöld - Fótboltafólk sigurstranglegt
Útsending RÚV hefst 19:40
Mynd: Fótbolti.net
Gylfi Þór Sigurðsson var valinn íþróttamaður ársins í fyrra.
Gylfi Þór Sigurðsson var valinn íþróttamaður ársins í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Sara Björk Gunnarsdóttir koma öll til greina í vali á íþróttamanni ársins 2017 hjá Samtökum íþróttafréttamanna.

Valið verður tilkynnt í Hörpu í kvöld í beinni útsendingu á RÚV en þá verður fylgst með bak við tjöldin á hófinu í gegnum Fotboltinet á Snapchat.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla, er tilnefndur sem þjálfari ársins eftir að Ísland tryggði sér sæti á HM og verður að telja ansi líklegt að hann hljóti verðlaunin.

Þá er íslenska karlalandsliðið sigurstranglegast í flokknum lið ársins. Kvennalið Þór/KA er einnig tilnefnt sem lið ársins eftir Íslandsmeistaratitilinn í sumar.

Íþróttamaður ársins - Tíu efstu í stafrófsröð:
Aníta Hinriksdóttir, frjálsar
Aron Einar Gunnarsson, fótbolti
Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti
Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti
Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund
Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf
Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti
Valdís Þóra Jónsdóttir, golf

Lið ársins:
A-landslið karla, fótbolti
Valur meistarafl. kk., handbolti
Þór/KA meistarafl. kvk., fótbolti

Þjálfari ársins:
Elísabet Gunnarsdóttir, fótbolti
Heimir Hallgrímsson, fótbolti
Þórir Hergeirsson, handbolti
Athugasemdir
banner
banner