Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 28. desember 2017 07:30
Elvar Geir Magnússon
Keyptir til Southampton á 37 milljónir en seldir til Liverpool á 178
Van Dijk er enn einn leikmaðurinn sem Liverpool fær frá Southampton.
Van Dijk er enn einn leikmaðurinn sem Liverpool fær frá Southampton.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefði sparað sér 140,7 milljónir punda ef liðið hefði keypt þá leikmenn sem félagið hefur fengið frá Southampton áður en Dýrlingarnir eignuðust þá.

Til gamans reiknaði Daily Mirror það út að Southampton borgaði samtals 36,8 milljónir punda fyrir umrædda leikmenn en þeir hafa síðan verið seldir til Liverpool fyrir 177,5 milljónir punda.

Auðvitað voru margir af leikmönnunum ekki nægilega mótaðir og Liverpool hafði ekki áhuga á þeim á þeim þegar Southampton fékk þá. En kannski væri bara ódýrast fyrir Liverpool að kaupa njósnara Southampton?

Í gær varð Virgil van Dijk enn einn leikmaðurinn sem Liverpool fær frá Southampton.

Peter Crouch
Keyptur til Southampton frá Aston Villa fyrir 2,5 milljónir punda
Seldur til Liverpool fyrir 7 milljónir punda

Rickie Lambert
Keyptur til Southampton frá Bristol Rovers fyrir 1 milljón punda
Seldur til Liverpool fyrir 4 milljónir punda

Adam Lallana
Keyptur til Southampton frá Bournemouth fyrir 18 þúsund pund
Seldur til Liverpool fyrir 25 milljónir punda

Dejan Lovren
Keyptur til Southampton frá Lyon fyrir 8,5 milljónir punda
Seldur til Liverpool fyrir 20 milljónir punda

Nathaniel Clyne
Fenginn til Southampton á frjálsri sölu
Seldur til Liverpool fyrir 18,5 milljónir punda

Sado Mane
Keyptur til Southampton frá Red Bull Salzburg fyrir 11,8 milljónir punda
Seldur til Liverpool fyrir 34 milljónir punda

Virgil van Dijk
Keyptur til Southampton frá Celtic á 13 milljónir punda
Seldur til Liverpool fyrir 75 milljónir punda
Athugasemdir
banner
banner
banner