fim 28. desember 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Rose mætti með skilti á pílukast keppni - Sendi Kane skilaboð
Bakverðir í stuði.  Trippier og Rose á pílukastkeppninni í gærkvöldi.
Bakverðir í stuði. Trippier og Rose á pílukastkeppninni í gærkvöldi.
Mynd: Twitter
Nokkrir leikmenn Tottenham skelltu sér á keppni í HM í pílukasti í gær. Tottenham á ekki leik næst fyrr en 2. janúar og leikmenn liðsins fengu því smá pásu í leikjatörninni yfir hátíðarnar.

Tottenham vann Southampton 5-2 í fyrradag en Harry Kane skoraði þrennu í þeim leik og náði um leið að bæta met Alan Shearer yfir flest mörk skoruð í ensku úrvalsdeildinni á einu almannaksári.

Danny Rose, bakvörður Tottenham, ákvað að slá á létta strengi en hann mætti með skilti á pílukastkeppnina í gær þar sem hann sendi Kane skilaboð.

„Harry Kane lærði þetta allt frá mér. Þú þakkar mér síðar. Vel gert H," sagði á skiltinu hjá Rose.

Kieran Trippier, fyrrum leikmaður Burnley og núverandi bakvörður Tottenham, var líka með skilti með sér. Á skiltinu sendi Trippier skilaboð til Sean Dyche stjóra Burnley með því að kalla hann rauðhærða Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner