Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 28. desember 2017 18:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sunnlenska.is 
Stefán Logi: Var aldrei í vafa með þessa ákvörðun
Stefán Logi og Jón Steindór Sveinsson, formaður knattspyrnudeildar Selfyssinga, handsala samninginn
Stefán Logi og Jón Steindór Sveinsson, formaður knattspyrnudeildar Selfyssinga, handsala samninginn
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Stefán Logi í leik með KR í sumar.
Stefán Logi í leik með KR í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn reyndi Stefán Logi Magnússon skrifaði fyrir jól undir tveggja ára samning við Selfyssinga. Stefán Logi yfirgaf KR síðastliðið haust og hann mun nú verja mark Selfyssinga í Inkasso-deildinni næsta sumar.

„Mér líst ótrúlega vel á Selfoss og ég er spenntur og glaður að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem á sér stað hérna. Það var fagmennskan í kringum það hvernig Gunnar [Borgþórsson] vinnur, og hans hugmyndir sem heilluðu mig," sagði Stefán Logi í viðtali við Sunnlenska.is eftir undirskrift.

„Hann gat sýnt mér fram á hvernig hann er búinn að vera að gera hlutina og hvernig hann langar til að gera hlutina og hvaða hugmyndir hann hafði með mig sem leikmann og manneskju."

Vill gera markvarðarstöðuna áhugaverða fyrir krakka
Stefán Logi mun einnig koma að þjálfun og stefnumótun hjá knattspyrnudeild Selfoss.

„Ég mun sjá um markmannsþjálfun hjá meistaraflokki og stefnumótun með félaginu inn í yngri flokkana, bæði karla og kvenna og reyna að taka þetta í réttum skrefum til þess að gera markvarðarstöðuna að áhugaverðari stöðu fyrir krakkana. Reyna að tengja betur milli markmanns og varnar og gera þetta svolítið nútímalegt.“

Stefán Logi hafði verið félagslaus í nokkrar vikur og hann hafði rætt við nokkur félög áður en hann samdi við Selfoss

„Það er mikið búið að hringja og tala saman en það hefur ekki verið eitthvað sem mér hefur fundist það spennandi að ég hafi verið tilbúinn að stökkva. Vissulega var það forgangsatriði hjá mér fyrst að vera áfram í úrvalsdeild en svo fann ég eftir því sem tíminn leið að mig langaði að koma inn í eitthvað hlutverk eins og ég er kominn inn í núna, þar sem ég get komið að þjálfun og mótun yngri leikmanna. Ég var aldrei í vafa með þessa ákvörðun. Ég vona að ég geti bara verið ég sjálfur og hjálpað félaginu og yngri leikmönnum til þess að verða örlítið betri. Að vera partur af Selfossi, það er skemmtilegt,“ sagði Stefán Logi að lokum við Sunnlenska.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner