Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. desember 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Tosun á leið til Everton - Mátti ekki nota hægri fótinn
Mynd: Getty Images
Cenk Tosun, framherji Besiktas og tyrkneska landsliðsins, er sagður efstur á óskalista Everton í janúar. Sam Allardyce, stjóri Everton, ætlar að bæta við framherja í hópinn og Tosun gæti komið til félagsins á 25 milljónir punda.

Guardian gengur svo langt að segja frá því í dag að félagaskiptin séu í höfn og Tosun skrifi undir hjá Everton eftir helgi.

Hinn 26 ára gamli Tosun mætti Íslandi í undankeppni EM en hann er einn öflugasti leikmaður Tyrkja. Vörn Íslands náði hins vegar að halda honum í skefjum í undankeppninni.

Tosun hefur áður verið orðaður við Crystal Palace en nú þykir líklegt að Everton kræki í hann.

Tosun spilar í treyju númer 23 hjá Besiktas til heiðurs körfuboltamannsins Michael Jordan en í tyrkneska landsliðinu er hann númer níu.

Á yngri árum bannaði Senol, faðir Cenk Tosun, honum á tímabili að nota hægri fótinn til að skjóta á markið. Það gerði hann til að Cenk yrði einnig öflugur með vinstri fæti.

„Fólk segir að ég geti notað bæði vinstri og hægri fótinn mjög vel og ég á ekki uppáhalds fót. Það er klárlega kostur," sagði Cenk sjálfur.

Spennandi verður að sjá Cenk í enska boltanum en sjálfur leit hann upp til Gabriel Batistuta á yngri árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner