Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. desember 2017 19:30
Magnús Már Einarsson
Totti: Messi er bestur - Ekki segja Ronaldo
Francesco Totti.
Francesco Totti.
Mynd: Getty Images
Roma goðsögnin Francesco Totti hefur blandað sér í umræðuna um besta leikmann í heimi.

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa skipst á að vera valinn leikmaður ársins í áraraðir. Totti blandaði sér í umræðuna í vikunni og talaði um leið um ótrúlegar fjárhæðir í fótboltanum í dag.

„Ég kunni betur við fótboltann fyrir löngu síðan. Í dag er þetta bara brjálæði," sagði Totti í fyrirlestri í Dubai.

„Fótboltinn hefur breyst mikið frá því ég spilaði og þar til núna. Ég kunni betur við rómantíkina í fótboltanum áður. Núna snýst þetta allt um viðskipti."

„Það eru leikmenn eins og Ronaldo og Neymar og Neymar er dæmi um leikmann með háan verðmiða. Það er of mikið að borga 250 milljónir evra fyrir leikmann. Það er ekki raunverulegt."

„Messi er hins vegar númer eitt. Ekki segja Cristiano frá því!"

Athugasemdir
banner