fim 28. desember 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Warnock: Bamba er betri varnarlega en Van Dijk
Sol Bamba í leik með Cardiff.
Sol Bamba í leik með Cardiff.
Mynd: Getty Images
Neil Warnock, stjóri Cardiff, telur að Sol Bamba leikmaður liðsins sé betri varnarlega en en Virgil van Dijk sem er á leið til Liverpool á 75 milljónir punda.

„Ég tel að van Dijk sé betri með boltann en Sol Bamba en ég tel að hann sé ekki betri varnarmaður," sagði Warnock.

„Ég tel að Sol Bamba sé aðeins betri en Van Dijk varnarlega. Van Dijk er með meira sjálstraust með boltann og þetta virkar auðveldara fyrir hann en ég tel að hann sé ekki betri varnarmaður."

Warnock segist sjálfur hafa reynt að fá Van Dijk frá Celtic þegar hann var stjóri Crystal Palace.

„Ég var að skoða Van Dijk. Ég lagði til að við myndum kaupa hann á sex milljónir punda en yfirnjósnarinn sagði að hann væri ekki nægilega fljótur og hann sá hann ekki geta tekið skrefið þangað sem við vildum. Ég vona að njósnarinn sé að horfa núna, 75 milljónir punda!"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner