Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. desember 2019 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ancelotti hrósar vinnu Ferguson: Andinn í liðinu sterkur
Ancelotti og Ferguson.
Ancelotti og Ferguson.
Mynd: Getty Images
Ítalinn Carlo Ancelotti hefur byrjað vel sem stjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni. Undir stjórn Ancelotti hefur Everton unnið tvo fótboltaleiki í röð.

Everton bar sigur úr býtum á St James' Park í Newcastle í dag, 2-1 þar sem Dominic Calvert-Lewin gerði bæði mörkin.

„Ég er ánægður. Liðið spilaði vel í erfiðum leik. Við byrjuðum vel, Newcastle ýtti svo mjög á okkur, en við unnum og sýndum góða frammstöðu. Liðið er að bæta sig og það er mikilvægt," sagði Ancelotti eftir sigurinn.

Duncan Ferguson stýrði Everton til bráðabirgða áður en Ancelotti tók við. Skotinn er núna í þjálfarateymi Ancelotti.

„Duncan gerði stórkostlega í vinnu sinni. Andinn var sterkur í liðinu þegar ég kom hingað."

„Dominic Calvert-Lewin er að spila mjög vel. Richarlison átti stóran þátt í síðara markinu. Það skiptir ekki máli hvort þú skorar eða ekki, það er mikilvægt að vinna sem lið og þeir gerðu það."

„Við viljum reyna að spila vel. Það er markmið okkar. Auðvitað er staðan í deildinni mikilvæg, en við erum bara að einbeita okkur að næsta leik."

Everton er eftir tvo sigra í röð í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner