Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. desember 2019 07:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ancelotti hugsar ekki um leikmannakaup fyrr en eftir 5. janúar
Það verður mikið um að vera hjá Ancelotti og Everton um hátíðarnar.
Það verður mikið um að vera hjá Ancelotti og Everton um hátíðarnar.
Mynd: Everton
Carlo Ancelotti stýrði Everton til sigurs í fyrsta leik sínum hjá félaginu, 1-0 gegn Burnley á öðrum degi jóla.

Ancelotti var kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Everton fyrir jól, hann var spurður eftir sinn fyrsta leik hvort hann ætli sér að bæta við framherja í hópinn í janúar.

„Þetta hefur ekkert verið rætt og það er alveg ljóst að ég þarf ekki að bæta við framherja, við erum mjög vel mannaðir þar."

„Eins og ég segi þá hefur þetta ekki rætt með möguleg leikmannakaup, það er mjög þétt leikja dagskrá hjá okkur þar til 5. janúar og mín einbeiting er algjörlega á því núna. Það verða engar umræður um leikmannakaup fyrr en eftir þessa þrjá leiki," sagði Ancelotti.

Everton heimsækir Newcastle í dag, flautað verður til leiks klukkan 15:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner