Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. desember 2019 17:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bruce: Dómarinn gerði mistök sem ég bjóst ekki við
Steve Bruce.
Steve Bruce.
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur núna tapað tveimur leikjum í röð, gegn Manchester United og Everton. Steve Bruce, þjálfari liðsins, er ekki sáttur með mistökin sem hafa verið gerð - bæði hjá sínu liði og dómarastéttinni.

„Mér fannst við óheppnir. Við gerðum mistök í dag, og við gerðum mistök gegn Manchester United. Dómarinn gerði líka mistök í dag, mistök sem ég bjóst ekki við því að hann myndi gera. Þeir skoruðu úr horni sem þeir áttu ekki að fá," sagði Bruce eftir 2-1 tap gegn Everton.

„Mér fannst við ekki eiga skilið að tapa leiknum. Við fengum á okkur högg þegar við reyndum að vinna leikinn."

„Carlo Ancelotti (stjóri Everton) er knattspyrnustjóri í hæsta klassa. Af einhverjum ástæðum skorti þá sjálfstraust fyrir mánuði síðan, en ekki núna. Þeir eru með góðan leikmenn út um allan völl."

„Við höfum verið að standa okkur ágætlega. Þetta er í fyrsta sinn síðan í ágúst að við töpum tveimur leikjum í röð. Við höfum byggt ágætis grunn fyrir seinni hluta tímabilsins."

Newcastle er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig eftir 20 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner