Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. desember 2019 17:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Calvert-Lewin: Ég er að njóta þess að spila fótbolta
Calvert-Lewin gerði bæði mörk Everton gegn Newcastle.
Calvert-Lewin gerði bæði mörk Everton gegn Newcastle.
Mynd: Getty Images
Dominic Calvert-Lewin gerði sér lítið fyrir og skoraði bæði mörk fyrir Everton í 2-1 útisigri á Newcastle; öðrum sigri Carlo Ancelotti sem er með 100% árangur til þessa.

Calvert-Lewin skoraði einnig sigurmarkið í fyrsta leiknum undir stjórn Ancelotti gegn Burnley á öðrum degi jóla. Hinn 22 ára gamli Calvert-Lewin er núna búinn að skora átta deildarmörk í 18 leikjum.

„Ég er að njóta þess að spila fótbolta," sagði Calvert-Lewin eftir sigurinn í dag. „Fyrir strákana hefur þetta verið góður tími og góður mánuður. Það er aftur komin samheldni í liðið."

„Við erum aftur að komast á þann stað sem við viljum vera á eftir slaka byrjun. Það var lífsnauðsynlegt fyrir okkur að snúa þessu við. Við viljum fyrst komast um miðja deild og fara svo lengra en það."

Everton er eins og staðan er núna í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Um Carlo Ancelotti sagði Calvert-Lewin: „Hann er frábær knattspyrnustjóri sem hefur unnið með stórkostlegum leikmönnum. Fyrir mig sem ungan leikmann er þetta besta mögulega reynslan. Ég verð að vera eins og svampur og taka allt inn."

Um mörkin sem hann er að skora: „Ég er bara ánægður að skora. Þess vegna er ég hérna. Ég hætti ekki núna að vinna."
Athugasemdir
banner