lau 28. desember 2019 17:00
Aksentije Milisic
Daniel James í fyrsta sinn með samkeppni hjá United
Daniel James.
Daniel James.
Mynd: Getty Images
Daniel James, kanntmaður Manchester United, kom til liðsins í sumar frá Swansea City. James hefur komið sterkur inn hjá United og fengið mikinn spiltíma hjá Ole Gunnar Solskjær en nú virðist hann vera kominn með alvöru samkeppni um sæti í byrjunarliðinu.

Manchester United keypti James á fimmtán milljónir punda og þykir það ekki mikið miðað við markaðinn í dag og hvernig James hefur staðið sig. Hann hafði aldrei spilað í ensku úrvalsdeildinni fyrir þetta tímabil og hefur verið fastamaður í liðinu til þessa.

Á annan dag jóla endaði 17 leikja hrina hjá James í byrjunarliðinu þegar Solskjær gaf hinum unga og efnilega Mason Greenwood tækifæri í byrjunarliðinu gegn Newcastle sem hann nýtti vel. Hann var mjög ógnandi og skoraði einnig fallegt mark.

Talið er að Solskjær muni nú rótera hægri kanntmansstöðunni á milli Greenwood og James og ljóst er að James verður nú að einbeita sér að því að koma sér aftur inn í liðið og halda sæti sínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner