Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. desember 2019 06:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Doherty hetja Wolves: Sérstök stund
Matt Doherty skoraði sigurmarkið í sigrinum magnaða á Manchester City.
Matt Doherty skoraði sigurmarkið í sigrinum magnaða á Manchester City.
Mynd: Getty Images
Matt Doherty reyndist hetja Wolves í 3-2 sigrinum á Manchester City, hann skoraði sigurmarkið á 90. mínútu.

„Þetta er sérstök stund má segja, þeir voru komnir í 0-2, ég heyri varla í sjálfum mér," sagði Doherty svo enda stuðningsmennirnir í skýjunum eftir ótrúlegan leik, syngjandi glaðir.

„Bara það að ná að snúa leiknum við var ótrúlegt, við gefumst aldrei upp og það segir mikið um stöðuna sem við erum í núna."

Wolves fór upp í 5. sætið með sigrinum, Adama Traore skoraði fyrsta mark Wolves í leiknum og lagði upp mark númer tvö, Doherty hrósaði Traore fyrir sitt framlag en hann var valinn maður leiksins.

„Adama er ótrúlegur leikmaður, það er heiður að fá að spila með honum. Hann er bæði að skora og leggja upp núna, hann er í besta formi lífs síns og er búinn að eiga ótrúlegt tímabil."

Wolves á erfitt verkefni fyrir höndum á sunnudaginn en þá fara þeir í heimsókn á Anfield þar sem þeir mæta toppliði Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner