Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. desember 2019 22:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dyche: Gerðum mistök og okkur var refsað fyrir það
Sean Dyche.
Sean Dyche.
Mynd: Getty Images
„Ég er nokkuð sáttur með frammistöðuna," sagði Sean Dyche, stjóri Burnley, eftir 2-0 tap gegn Manchester United á Turf Moor í Burnley í kvöld.

„Við reyndum svo sannarlega að bregðast við svekkjandi mistökum," sagði Dyche, en Charlie Taylor, bakvörður Burnley, gerði slæm mistök í fyrra mark Man Utd.

„Þetta er ekki auðvelt, en við treystum leikmönnunum til að taka ákvarðanir. Því miður þá hafa þeir tekið nokkrar rangar ákvarðanir. Mér fannst við gera nægilega mikið í seinni hálfleiknum til að skora, en svo skora þeir undir lokin sem getur gerst."

„Þeir eru mjög sterkt lið. Ég veit að þeir hafa verið upp og niður á tímabilinu, en líttu bara á leikmennina sem þeir hafa í sínum röðum."

„Þegar þú ert að spila við stórliðin þá þurfa allir leikmennirnir að standa sig."

Þetta var síðasti leikur Burnley á árinu, en liðið mætir Aston Villa á nýársdag.

„Ég held að við höfum náð í 52 stig síðastliðið ár og við erum að taka framförum, en það tekur ekki vonbrigðin frá þessum leik. Við gerðum nokkur mistök og okkur var refsað fyrir það," sagði Dyche, en Burnley er í 13. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner