Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 28. desember 2019 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Dýrkeypt VAR fyrir botnliðið - Mikið breytt lið Leicester vann
Markið sem var tekið af Norwich reyndist dýrkeypt.
Markið sem var tekið af Norwich reyndist dýrkeypt.
Mynd: Getty Images
Harry Kane jafnaði fyrir Tottenham úr vítaspyrnu.
Harry Kane jafnaði fyrir Tottenham úr vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Demarai Gray skoraði sigurmark Leicester.
Demarai Gray skoraði sigurmark Leicester.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir voru að klárast í ensku úrvalsdeildinni. Norwich og Tottenham skildu jöfn, en þar var mark dæmt af Norwich sem reyndist dýrkeypt.

Mario Vrancic kom Norwich yfir á 18. mínútu eftir slæm mistök Juan Foyth, sem var svo kippt af velli í hálfleik. Undir lok seinni hálfleiksins skoraði Teemu Pukki, en markið var dæmt af með VAR. Gríðarlega tæpt og stuðningsmenn Norwich verulega ósáttir.

Sjá einnig:
„Það á bara að þurfa eina endursýningu"

Þessi VAR-dómur átti eftir að reynast dýrkeyptur fyrir heimamenn í gulu og grænu.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, gerði tvær breytingar í hálfleik. Jan Vertonghen og áðurnefndur Foyth fóru af velli og komu Davinson Sanchez og Lucas Moura inn á.

Christian Eriksen jafnaði leikinn á 55. mínútu er hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Norwich náði aftur forystunni á 61. mínútu með klaufalegu sjálfsmarki Serge Aurier, en leikurinn endaði með jafntefli. Harry Kane jafnaði úr vítaspyrnu á 83. mínútu. Vítaspyrnudómurinn var réttur.

Norwich-menn eru væntanlega fúlir með úrslitin. Leikurinn hefði væntanlega verið allt annar ef staðan hefði verið 2-0 fyrir Norwich í hálfleik.

Norwich er áfram á botni deildarinnar með 13 stig. Tottenham er í fimmta sæti með 30 stig.

Leicester vann þá 2-1 útisigur á West Ham án markahæsta leikmanns deildarinnar, Jamie Vardy, sem var viðstaddur fæðingu barns síns.

Leicester, sem gerði níu breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn í kvöld, tókst að vinna og komast aftur á sigurbraut. Staðan var 1-1 í hálfleik, en snemma í seinni hálfleiknum skoraði Demarai Gray það sem reyndist vera sigurmarkið.

Eftir tvo tapleiki í röð er Leicester aftur komið á sigurbraut. Liðið er í öðru sæti, 12 stigum frá Liverpool, sem á tvo leiki til góða. West Ham er í 17. sæti og er talin vera mikil pressa á knattspyrnustjóranum Manuel Pellegrini.

Telegraph nefndi David Moyes sem mögulegan eftirmann Pellegrini á dögunum, þ.e.a.s. ef Pellegrini verður rekinn.

Norwich 2 - 2 Tottenham
1-0 Mario Vrancic ('18 )
1-1 Christian Eriksen ('55 )
2-1 Serge Aurier ('61 , sjálfsmark)
2-2 Harry Kane ('83, víti)

West Ham 1 - 2 Leicester City
0-1 Kelechi Iheanacho ('40 )
1-1 Pablo Fornals ('45 )
1-2 Demarai Gray ('56 )

Önnur úrslit:
England: Sigur Brighton - Vandræði á Bournemouth
England: Calvert-Lewin hetja Everton - Pearson og Ancelotti byrja vel

Klukkan 19:45 hefst síðasti leikur dagsins á Englandi, leikur Burnley og Manchester United. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner