Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. desember 2019 14:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Sigur Brighton - Vandræði á Bournemouth
Markaskorarnir tveir.
Markaskorarnir tveir.
Mynd: Getty Images
Brighton 2 - 0 Bournemouth
1-0 Alireza Jahanbakhsh ('3 )
2-0 Aaron Mooy ('79 )

Brighton tók á móti Bournemouth í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Alireza Jahanbakhsh skoraði sitt fyrsta mark fyrir Brighton þegar hann kom heimamönnum yfir strax á þriðju mínútu leiksins.Tilfinningarnar tóku yfir hjá Írananum í fögnuðinum, miklar tilfinningar að skora fyrsta markið fyrir félagið.

Bournemouth var heilt yfir sterkara liðið þangað til Dan Burn virtist koma Brighton í 2-0 um miðjan seinni hálfleikinn. Burn skoraði mark sem dæmt var af eftir skoðun í VAR, gífurlega tæp rangstaða.

Það var svo Aaron Mooy sem innsiglaði sigurinn með marki á 79. mínútu með góðu skoti. Einnig hans fyrsta mark fyrir Brighton en hann er á láni frá Huddersfield.

Sigurinn góður hjá Brighton en vandræði Bournemouth halda áfram. Sjöunda tap liðsins í síðustu níu deildarleikjum, liðið er tveimur stigum frá fallsæti og getur endað umferðina í fallsæti sigri West Ham og Aston Villa í umferðinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner